Mótmæli

Svo virðist að meginþorri þjóðarinnar er sáttur við sitt hlutskipti og er líka alveg nákvæmlega sama um þá sem í vanda eru staddir vegna ofvaxinna lána.?
Alla vega sér fólk enga ástæðu til að mótmæla ástandinu. Það mættu bara 500 manns á fimmtudaginn 4.nov. svo eru menn á fullu í kappi hver við annan að tala niður mótmælin sem eiga að vera á þriðjudag.
Mig langar að segja stutta sögu, en þær eru margar sem maður heyrir þessa dagana.
4.nóv var ég staddur á Austurvelli. þar hitti ég mann sem ég hafði ekki séð fyrr á mótmælum en hann hafði víst komið þegar stóru mótmælin voru 4.okt.
Við vorum að ræða hvað fáir mættu og hvernig stæði á að fólk væri svo tregt til að mæta. Þá sagði hann mér þessa sögu af sér og konunni sinni.
Þegar gengið byrjaði að falla árið 2008 og lánin af atvinnutækinu og íbúðarhúsinu hækkuðu svo mikið að þau varla réðu við að borga, þá vildi hann hætta öllum greiðslum og leggja til hliðar þá peninga sem hefðu átt að fara í afborganir af láninu miðað við það sem það var áður en það hækkaði svo mikið.
Eiginkonan sagði nei enda voru þau bæði með vinnu og svo áttu þau töluverða peninga í séreignasparnaði. Núna rúmum tveimur árum seinna eru þau enn í skilum þau hafa notað launin og 17ára séreignasparnað til að hafa bankana góða.
Konan fékk uppsagnarbréf fyrir mánuði síðan og er á leiðinni á atvinnuleysisbætur og þau geta ekki lengur borgað af lánunum. Hann hafði reynt að leita samninga við bankann um framhaldið en ekki fengið nein svör og er nokkuð svartsýnn því fyrstu viðbrögð bankanns voru þau að fyrst hann hafi getað staðið í skilum þá sé óþarfi að semja.
Ég spurði hann hvar konan væri. Hann sagði mér að hún væri bara heima. Afhverju er hún ekki hér? þá sagði hann "Hún heldur að þetta eigi eftir að lagast og að allir séu að gera sitt besta"................ég snarþagnaði ég átti ekki orð það er verið að hirða allt af konunni og enn trúir hún á að allt muni lagast.

Siðspilltasta þjóð í heimi?

Ég held að við Íslendingar höfum sett eitt metið enn........ Siðspilltasta þjóð í heimi.

Nú er verið að auka álögur á skrílinn sem býr í þessu landi á meðan gjörspilltir athafnamenn víla og díla um hvernig þeir geta nýtt sér tækifærin í kreppunni og allt gera þeir þetta beint fyrir framan siðspillta stjórnmálamenn sem virðast gjörsamlega á skjön við fólkið í landinu. Það sést í brosi þeirra þegar þeir þurfa að laumast inn á ríkisstjórnarfund bakdyrameginn vegna mótmælenda, að þeim er nákvæmlega sama hvernig fólki líður og hvaða skoðanir það hefur.

Það hafa fjölmargir verið að tala um tækifærin sem myndast í kreppu, ég skora á þessa menn að benda fólki, sem nú er atvinnulaust, lánin þeirra vaxin uppfyrir vermæti eigna, afborganir óviðráðanlegar og ekkert blasir við nema eymdin ein. Hvar eru tækifæri þessa fólks?

 


Alvarlegra að stela vodkaflösku heldur en að setja þjóðina á hausinn.

Þessari ríkiststjórn Geirs og Ingibjargar hafi tekist að klúðra öllu sem hægt er að klúðra með hjálp Seðlabankastjórnar og Fjármálaeftirlits. Hefði þetta fólk hætt að hugsa um sinn pólitíska rass og hagsmuni flokka sinna og félaga, sett þjóðarhag á oddinn þá hefðu þau vikið til hliðar, beðist afsökunar og leift fagmönnum að bjarga þjóðinni frá gjaldþroti. Við erum sannanlega gjaldþrota. Nú blasir við gríðarlegt atvinnuleysi, óðaverðbólga og landflótti, hver á þá að borga skuldirnar. Það hvarflar varla að nokkrum meðalgreindum manni að fara að borga af íbúðarlánum sem eru orðin mikið hærri heldur en það verð sem fengist fyrir eignina. Það er engu líkara að þetta lið sé steinsofandi með tappa í eyrum og lepp fyrir augum. Væri ekki tímabært fyrir þennan líð að fara að hlusta á fólkið í landinu. Það leggst sá grunur að manni að það sé verið að fela eitthvað, Fjárglæframennirnir eiga allir með tölu að sæta gæsluvarðhaldi meðan á rannsókn stendur svo þeir geti ekki falið svikaslóðina, það á að frysta eignir þeirra meðan á rannsókn stendur. Ef eitthvað saknæmt kemur í ljós eiga þessir menn að fá þyngstu refsingu helst ævilangt fangelsi.

Það er hjákátlegt að lesa í blöðunum að karlmaður 48ára hafi verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í eins mánaðar fangelsi fyrir að stela einni vodkaflösku að verðmæti kr. 3.250 á meðan þeir sem eru búnir að setja stóran hluta þjóðarinnar á hausinn og svikið út fé af saklausu fólki um víða veröld ganga lausir og hafa óskert ferðafrelsi og eru farnir að leita eftir nýjum tækifærum.

Þess skal getið að sá sem stal vodkaflöskunni þarf að greiða ÁTVR flöskuna auk dráttarvaxta.

 


Kreppa og tækifæri (fyrir hvern?)

Það er skelfilegt til þess að vita að enginn hafi hlustað á hann Davíð. Hann var alltaf að vara okkur við þessu bankahruni jafnvel þó hann hafi ekki séð þetta fyrir,  þetta er gjörsamlega óskiljanlegt. Forsætisráðherra segir að allt sé í fullkomnu lagi rétt fyrir hrunið og Fjármálaeftirlitið gerir ekki neitt. Ef ég væri með svona spekinga í vinnu ræki ég þá alla með tölu, það er augljóst að þeir ljúga allir sennilega í þeim tilgangi að vernda hagsmuni flokka sinna, einkavina sinna og embættin sín. það er sorglegt að þessir menn skuli taka þessu svona létt, gera þeir sér ekki grein fyrir því að það er búið að kippa fótunum undan fjölskyldum í stórum stíl? fólk er gjörsamlega í lausu lofti veit ekkert hvernig þeirra framtíð er hvort það haldi vinnuni ef það er ekki þegar búið að missa hana. Hvað gerir þetta fólk við lánin sín þegar frystingu er lokið? Ætli aðgerðirnar sem á að fara í fyrir fyrirtækin verði ekki jafn óskilvirkar og þær aðgerðir sem sagðar eru í gangi fyrir fólkið í landinu.Vinnubrögð stjórnvalda einkennast af fúski og ekki treysti ég þeim til að ráða fram úr þessu.

Ég hef velt fyrir mér þessum tækifærum sem alltaf er verið að tala um. ÉG er viss um að eitthvað af fólkinu sem hefur verið að missa vinnuna vildi gjarnan fá ábendingar, ég segi að þeirra tækifæri er að yfirgefa þetta "frábæra land" og koma aldrei aftur.

 

 


Hroki

Ef fjölmennir mótmælafundir, borgarafundir og skoðanakannanir endurspegla ekki vilja þjóðarinnar þá veit ég ekki hvað er til ráða, það er ekki eins og það hafi verið daglegt brauð hér á Íslandi að fólk fjölmenni á svona samkomur.

Það virðist sem ráðamenn fylgist ekki með fréttum.

Ég spái oft í það hvort þetta fólk í ríkistjórn,Seðlabankanum,Fjámálaeftirlitinu og bönkunum eigi enga vini eða ættingja sem gætu bent þeim á að þjóðin er ósátt við aðgerðarleysi og aumingjaskap.

 

Hvað er það fyrsta sem þessu fólki dettur í hug? Það er að frysta lán, efla atvinnuleysisbótakerfið og fleira í þeim dúr,(sem er reyndar nauðsynlegt líka)en væri ekki meira vit í að reyna að halda uppi einhverri atvinnu í landinu og fyrirbyggja að allt það efnilega fólk sem nú er að flýja land fari. Það er  nokkuð öruggt að hægt væri að nota eitthvað af þeim peningum sem fara í atvinnuleysisbætur til að  framkvæma og skapa þar með atvinnu td í byggingariðnaði að reyna að klára þau hús sem byrjað er á til að forða því að hálfkláraðar byggingar eyðileggist og þau verðmæti sem þar eru glatist .  Ég er sannfærður um að fólk í landinu sem starfar við byggingariðnað yrði mun sáttara við ykkur. En það bólar ekkert á aðgerðum fyrir fyrirtæki í landinu, það er ekki nóg að tala um sprotafyrirtæki og ferðaiðnað þó það sé góðra gjalda vert.

 

Það væri mjög gott fyrir alla þjóðina að þetta óhæfa fólk sem nú er við stjórnvölinn  í ríkisstjórn,seðlabanka og fjármálaeftirliti myndi víkja og hleypa fagfólki að og fá erlent fagfólk til að rannsaka hvað fór úrskeiðis þannig að tryggt sé að það verði allur óþverrinn komi upp á yfirborðið.

 

 


Höfundur

Steinar Þór Þórisson
Steinar Þór Þórisson
Þreittur á bullinu

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 185

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband