Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mótmæli

Svo virðist að meginþorri þjóðarinnar er sáttur við sitt hlutskipti og er líka alveg nákvæmlega sama um þá sem í vanda eru staddir vegna ofvaxinna lána.?
Alla vega sér fólk enga ástæðu til að mótmæla ástandinu. Það mættu bara 500 manns á fimmtudaginn 4.nov. svo eru menn á fullu í kappi hver við annan að tala niður mótmælin sem eiga að vera á þriðjudag.
Mig langar að segja stutta sögu, en þær eru margar sem maður heyrir þessa dagana.
4.nóv var ég staddur á Austurvelli. þar hitti ég mann sem ég hafði ekki séð fyrr á mótmælum en hann hafði víst komið þegar stóru mótmælin voru 4.okt.
Við vorum að ræða hvað fáir mættu og hvernig stæði á að fólk væri svo tregt til að mæta. Þá sagði hann mér þessa sögu af sér og konunni sinni.
Þegar gengið byrjaði að falla árið 2008 og lánin af atvinnutækinu og íbúðarhúsinu hækkuðu svo mikið að þau varla réðu við að borga, þá vildi hann hætta öllum greiðslum og leggja til hliðar þá peninga sem hefðu átt að fara í afborganir af láninu miðað við það sem það var áður en það hækkaði svo mikið.
Eiginkonan sagði nei enda voru þau bæði með vinnu og svo áttu þau töluverða peninga í séreignasparnaði. Núna rúmum tveimur árum seinna eru þau enn í skilum þau hafa notað launin og 17ára séreignasparnað til að hafa bankana góða.
Konan fékk uppsagnarbréf fyrir mánuði síðan og er á leiðinni á atvinnuleysisbætur og þau geta ekki lengur borgað af lánunum. Hann hafði reynt að leita samninga við bankann um framhaldið en ekki fengið nein svör og er nokkuð svartsýnn því fyrstu viðbrögð bankanns voru þau að fyrst hann hafi getað staðið í skilum þá sé óþarfi að semja.
Ég spurði hann hvar konan væri. Hann sagði mér að hún væri bara heima. Afhverju er hún ekki hér? þá sagði hann "Hún heldur að þetta eigi eftir að lagast og að allir séu að gera sitt besta"................ég snarþagnaði ég átti ekki orð það er verið að hirða allt af konunni og enn trúir hún á að allt muni lagast.

Höfundur

Steinar Þór Þórisson
Steinar Þór Þórisson
Þreittur á bullinu

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband