Hroki

Ef fjölmennir mótmælafundir, borgarafundir og skoðanakannanir endurspegla ekki vilja þjóðarinnar þá veit ég ekki hvað er til ráða, það er ekki eins og það hafi verið daglegt brauð hér á Íslandi að fólk fjölmenni á svona samkomur.

Það virðist sem ráðamenn fylgist ekki með fréttum.

Ég spái oft í það hvort þetta fólk í ríkistjórn,Seðlabankanum,Fjámálaeftirlitinu og bönkunum eigi enga vini eða ættingja sem gætu bent þeim á að þjóðin er ósátt við aðgerðarleysi og aumingjaskap.

 

Hvað er það fyrsta sem þessu fólki dettur í hug? Það er að frysta lán, efla atvinnuleysisbótakerfið og fleira í þeim dúr,(sem er reyndar nauðsynlegt líka)en væri ekki meira vit í að reyna að halda uppi einhverri atvinnu í landinu og fyrirbyggja að allt það efnilega fólk sem nú er að flýja land fari. Það er  nokkuð öruggt að hægt væri að nota eitthvað af þeim peningum sem fara í atvinnuleysisbætur til að  framkvæma og skapa þar með atvinnu td í byggingariðnaði að reyna að klára þau hús sem byrjað er á til að forða því að hálfkláraðar byggingar eyðileggist og þau verðmæti sem þar eru glatist .  Ég er sannfærður um að fólk í landinu sem starfar við byggingariðnað yrði mun sáttara við ykkur. En það bólar ekkert á aðgerðum fyrir fyrirtæki í landinu, það er ekki nóg að tala um sprotafyrirtæki og ferðaiðnað þó það sé góðra gjalda vert.

 

Það væri mjög gott fyrir alla þjóðina að þetta óhæfa fólk sem nú er við stjórnvölinn  í ríkisstjórn,seðlabanka og fjármálaeftirliti myndi víkja og hleypa fagfólki að og fá erlent fagfólk til að rannsaka hvað fór úrskeiðis þannig að tryggt sé að það verði allur óþverrinn komi upp á yfirborðið.

 

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn á blog.is, þetta er góð ábending hjá þér. Við skulum ekki gleyma því að á meðan fyrirtækin fara í þrot hvert á fætur öðru versnar ástand heimilanna.  Fólk er að missa vinnuna eða lækka í launum en afborganir lána hækka á móti.  Þetta er dæmi sem gengur ekki upp.

Gþþ (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Steinar Þór Þórisson
Steinar Þór Þórisson
Þreittur á bullinu

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband