Alvarlegra að stela vodkaflösku heldur en að setja þjóðina á hausinn.

Þessari ríkiststjórn Geirs og Ingibjargar hafi tekist að klúðra öllu sem hægt er að klúðra með hjálp Seðlabankastjórnar og Fjármálaeftirlits. Hefði þetta fólk hætt að hugsa um sinn pólitíska rass og hagsmuni flokka sinna og félaga, sett þjóðarhag á oddinn þá hefðu þau vikið til hliðar, beðist afsökunar og leift fagmönnum að bjarga þjóðinni frá gjaldþroti. Við erum sannanlega gjaldþrota. Nú blasir við gríðarlegt atvinnuleysi, óðaverðbólga og landflótti, hver á þá að borga skuldirnar. Það hvarflar varla að nokkrum meðalgreindum manni að fara að borga af íbúðarlánum sem eru orðin mikið hærri heldur en það verð sem fengist fyrir eignina. Það er engu líkara að þetta lið sé steinsofandi með tappa í eyrum og lepp fyrir augum. Væri ekki tímabært fyrir þennan líð að fara að hlusta á fólkið í landinu. Það leggst sá grunur að manni að það sé verið að fela eitthvað, Fjárglæframennirnir eiga allir með tölu að sæta gæsluvarðhaldi meðan á rannsókn stendur svo þeir geti ekki falið svikaslóðina, það á að frysta eignir þeirra meðan á rannsókn stendur. Ef eitthvað saknæmt kemur í ljós eiga þessir menn að fá þyngstu refsingu helst ævilangt fangelsi.

Það er hjákátlegt að lesa í blöðunum að karlmaður 48ára hafi verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í eins mánaðar fangelsi fyrir að stela einni vodkaflösku að verðmæti kr. 3.250 á meðan þeir sem eru búnir að setja stóran hluta þjóðarinnar á hausinn og svikið út fé af saklausu fólki um víða veröld ganga lausir og hafa óskert ferðafrelsi og eru farnir að leita eftir nýjum tækifærum.

Þess skal getið að sá sem stal vodkaflöskunni þarf að greiða ÁTVR flöskuna auk dráttarvaxta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ætli útrásarvíkingarnir fái mörg ár kannski lífstíðardóm.

Anna (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Steinar Þór Þórisson
Steinar Þór Þórisson
Þreittur á bullinu

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband