Færsluflokkur: Bílar og akstur
29.11.2008 | 00:32
Kreppa og tækifæri (fyrir hvern?)
Það er skelfilegt til þess að vita að enginn hafi hlustað á hann Davíð. Hann var alltaf að vara okkur við þessu bankahruni jafnvel þó hann hafi ekki séð þetta fyrir, þetta er gjörsamlega óskiljanlegt. Forsætisráðherra segir að allt sé í fullkomnu lagi rétt fyrir hrunið og Fjármálaeftirlitið gerir ekki neitt. Ef ég væri með svona spekinga í vinnu ræki ég þá alla með tölu, það er augljóst að þeir ljúga allir sennilega í þeim tilgangi að vernda hagsmuni flokka sinna, einkavina sinna og embættin sín. það er sorglegt að þessir menn skuli taka þessu svona létt, gera þeir sér ekki grein fyrir því að það er búið að kippa fótunum undan fjölskyldum í stórum stíl? fólk er gjörsamlega í lausu lofti veit ekkert hvernig þeirra framtíð er hvort það haldi vinnuni ef það er ekki þegar búið að missa hana. Hvað gerir þetta fólk við lánin sín þegar frystingu er lokið? Ætli aðgerðirnar sem á að fara í fyrir fyrirtækin verði ekki jafn óskilvirkar og þær aðgerðir sem sagðar eru í gangi fyrir fólkið í landinu.Vinnubrögð stjórnvalda einkennast af fúski og ekki treysti ég þeim til að ráða fram úr þessu.
Ég hef velt fyrir mér þessum tækifærum sem alltaf er verið að tala um. ÉG er viss um að eitthvað af fólkinu sem hefur verið að missa vinnuna vildi gjarnan fá ábendingar, ég segi að þeirra tækifæri er að yfirgefa þetta "frábæra land" og koma aldrei aftur.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar