Færsluflokkur: Enski boltinn
17.12.2008 | 01:35
Siðspilltasta þjóð í heimi?
Ég held að við Íslendingar höfum sett eitt metið enn........ Siðspilltasta þjóð í heimi.
Nú er verið að auka álögur á skrílinn sem býr í þessu landi á meðan gjörspilltir athafnamenn víla og díla um hvernig þeir geta nýtt sér tækifærin í kreppunni og allt gera þeir þetta beint fyrir framan siðspillta stjórnmálamenn sem virðast gjörsamlega á skjön við fólkið í landinu. Það sést í brosi þeirra þegar þeir þurfa að laumast inn á ríkisstjórnarfund bakdyrameginn vegna mótmælenda, að þeim er nákvæmlega sama hvernig fólki líður og hvaða skoðanir það hefur.
Það hafa fjölmargir verið að tala um tækifærin sem myndast í kreppu, ég skora á þessa menn að benda fólki, sem nú er atvinnulaust, lánin þeirra vaxin uppfyrir vermæti eigna, afborganir óviðráðanlegar og ekkert blasir við nema eymdin ein. Hvar eru tækifæri þessa fólks?
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar